Una Schram hefur verið að semja lög frá 10 ára aldri, en það var ekki fyrr en á þessu ári sem hún sendi frá sér frumsamda tónlist. Ástin er Unu stöðugur innblástur og lögin á þröngskífunni hennar „Energy“ fjalla meira og minna öll um kærastann hennar með einum eða öðrum hætti. Hann er enskumælandi og það er ekki síst svo hann skilji sem henni er mikið í mun að syngja á ensku. Annars segir Una að það sé engin ein rétt leið í listinni. Hún rökræðir fram og til baka við samverkamenn sína, takt- og lagasmiðina í Ra:tio, og saman móta þau niðurstöðuna - okkur hinum til ánægju. --------------------- Una Schram has been writing songs since she was ten years old, but it was only earlier this year that
Hide player controls
Hide resume playing